Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi

Það hefur orðið mikið bakslag í forvörnun á Íslandi með aukinni tæknivæðingu og „snjallsíma“notkun. Við Íslendingar höfum í gegnum árin mátt vera stolt af því hversu fáir íslenskir unglingar reykja og drekka áfengi.

Því miður erum við mikið að gefa eftir í þessari baráttu við nikótín og etanól (áfengi). Helsta ástæða þess að varnirnar eru að falla í þessari baráttu eru aukin sýnileiki og aðgengi að þessum efnum. Söluaðilar þessara efna nýta sér allar leiðir, tækni, smugur og brellur til þess að vera eins sýnileg og hægt er.

Auglýsingar á „saklausum“ hvítum nikótínpúðum eru um allt á samfélagsmiðlum barna og unglinga og búðir sem selja nikótínpúðu eru á hverju strjái og sérstaklega þar börn og unglingar halda sig.

Eins og það sé ekki nóg að notkun barna og unglinga á nikótíni sé að aukast þá hóf stórverslun hér á Íslandi nýveruð netverslun með áfengi. Þetta er mjög sorgleg þróun og mun bara auka aðgengi og neyslu ungmenna af áfengi.

Ofan á þessa aukna notkun á níkótíni og áfengi bætist við enn eitt óæskilega efnið í kroppinn á þessum greyjum. En það er koffín sem unglingar eru farnir að neyta mun meira af en gert var áður með verulega aukinni orkudrykkjaneyslu. Það væri reyndar hollara fyrir unglingana okkar að drekka með okkur kaffi á morgnana en að drekka orkdrykki með viðbættu koffíni.

Tölurnar um aukninguna tala sínu máli því 10-11% stráka og stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa prófað nikótínpúða. Ef þetta væru sígarettur værum við með mikið átak í gangi! (1% unglinga í 10.bekk reykja sígarettur í dag, var 21% árið 2000). Um 30% framhaldsskólanema yfir 18 ára aldri hafa prófað og nota níktóínpúða.

Það er kominn tími til að vakna og gera alvöru átak í forvörnum tengt þessum efnum því við virðumst vera búin að missa tökin á okkar góða forvarnarstarfi.  
Við megum ekki láta viðskiptafrelsi og tækninýjungar verða til þess að stór hluti ungmenna ánetjist þessum efnum. Nikótínpúðar eiga t.d. að vera undir hatti tóbaksvarnarlaga eins og sígarettur, netsala á áfengi er ekki eitthvað sem við þurfum og takmarka þarf auglýsingar þessara efna á samfélgsmiðlum.

Hér má kynna sér málþing sem NLFÍ hélt um nikótínpúða,

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Sterkur matur getur aukið lífslíkur