Efðrabreyttar matvörur á Íslandi án merkinga

Matvælastofnun hefur birt niðurstöður úr rannsókn á erfðabreyttum innnihaldsefnum í matvörum á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna kröfur um erfðabreytt matvæli væru uppfylltar.

Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að 9% (3 af 33) matvælanna innihéldu erfðabreyttan efnisþátt þó það kæmi ekki fram á umbúðum.

Þetta eru sorglegar niðurstöður og ættu neytendur að hafa val um það hvort matvörur sem þeir eru að versla séu erfðabreyttar eða ekki.
Vert er í þessu sambandi að benda á ályktun sem NLFÍ sendi frá sér eftir síðasta landsþing, en þar segir: ”Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til þess að tryggja með auknu eftirliti og eftirfylgni að innflytjendur og framleiðendur hlíti ákvæðum reglugerðar um merkingar á matvælum sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum og afurðum þeirra”.

Hér má sjá fréttatilkynninguna frá Matvælastofnun:
http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2014/03/11/Rannsokn-a-merkingum-e…

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi