Bleik október hugleiðing

Bleikur október stendur yfir og í dag er bleiki dagurinn. Bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og mörg fyrirtæki leggja sitt að mörkum með hlutfalli af söluágóða til að styrktar krabbameinsfélagsins.

Þar sem málefnið er viðkvæmt þá fær það litla gagngrýni og það er auðvitað erfitt að ætla að vera aðilinni sem hefur neikvæð áhrif á söfnun til krabbameinsfélagsins.Mig langar ekkert sérlega að vera sá aðili EN ég get ekki horft framhjá því þegar samfélagsmiðlar loga af bleikum sykurhúðuðum kræsingum og eiturefnasúpu með bleikri slaufu. Þetta er eins mikil þversögn og hún gerist.Mér finnst ekkert að því að vekja athygli á brjóstakrabbameini og vissulega jákvætt að söluágóði fari til málefnisins en mér finnst að herferð sem þessi megi setja meiri þunga á forvarnir, nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar um val sitt og hreinlega setja hömlur á það hverjir megi styrkja. Verum viss um að setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið.

Mig langar að hvetja almenning til að nota restina af þessum mánuði til að skoða sínar lífstílsvenjur, nýta þennan mánuð til forvarnar og skoða matarvenjur sínar, skoða snyrtivörurnar sínar hvort þær innihaldi óæskileg efni, spyrja þig hvort þú sért í streitu sem þarf að draga úr og setja inn nýja heilsubætandi venju.

Hugmyndir að einföldum venjum sem geta stuðlað að forvörn gegn krabbameini:

  • Minnka streitu eða kvíða
  • Borða meira af ávöxtum og grænmeti á hráu formi
  • Borða meira af blaðgrænu / salat
  • Forðast gjörunnar matvörur
  • Sítrónuvatn á morgnanna
  • Takmarka sykur og gervisætu
  • Byrja daginn á öndunaræfingum
  • Setja þig í fyrsta sæti
  • Heilbrigðar svefnvenjur
  • Næra ástríðu þína
  • Hreyfing
  • Útivera
  • Þakklæti

Hér fyrir neðan finniði svo uppskrift að bleikum engifer CHAGA latte í sárabætur fyrir að gagngrýna herferðina. Rannsóknir hafa sýnt fram á að chaga hafi krabbameinshamlandi eiginleika, það er einstaklega ríkt af andoxunarefnum, dregur úr bólgum og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Engifer hefur svo jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar og hér nota ég rauðrófusafa til að fá fram skemmtilega bleikan lit í tilefni bleiks októbers en ég hvet fólk til að velja næringarríkan og blóðeflandi rauðrófusafa sem litgjafa frekar en krabbameinsvaldandi rauð litarefni.
Þú þarft:
Í pott:
– 1 dl vatn eða möndlumjólk (hituð í potti)
– 1 tsk chaga
Í blender:
– 2 dl ósæt möndlumjólk
– 1/2 dl rauðrófusafi frá Beutelsbacher
– Vænn bútur (1 þumall) af engifer
– 1/2 tsk vanilludropar eða 1/4 tsk vanilluduft
– 1 tsk manukahungang (eflir áhrifin af chaganu) eða hlynsíróp
– Nokkur saltkorn
Auka:
– Klakar
-Ceylon kanill (valfrjálst)

Aðferð:
Byrjið á að hita vatn eða mjólk í potti þar til byrjar að sjóða, slökkvið á hellunni og bætið chaganu útí og hrærið vel. Setjið nú allt sem á að fara í blenderinn og blandið vel. Setjið klaka í glas og hellið chagate-inu og bleiku engifer mjólkinni í glasið, toppið með kanil, hrærið og njótið.
Drykkinn er einnig hægt að drekka heitann en þá myndi ég sleppa því að setja rauðrófusafann í blenderinn, hita það sem fór í blenderinn (eftir að búið er að blanda) í pottinum og bæta svo rauðrófusafanum útí síðast.
Verði ykkur að góðu.
Kærleikskveðjur, Hildur Ómars

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar