80% reglan í mataræðinu

Samfélag okkar er gegnsýrt af alls kyns töfralausnum í mataræðinu sem snúa að föstum, hreinsunum, fæðubótarefnum, ketokúrum, lágkolvetnakúrum, safakúrum, lifrarhreinsunum, detoxi o.fl, o.fl.  Þessir töfralausnir virka allar til að léttast í SKAMMAN tíma því þær skera svo niður á hitaeingum en annað sem er alvarlegt við við þessar töfralausnir er að þær útiloka oft mikilvægar og næringarríkar matvörur s.s kjöt, fisk, ávexti, grófar kornvörur og mjólkurvörur.

Til þess að tryggja það við séum að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarf til vaxtar og viðhalds er mikilvægt að borða fjölbreytt og úr öllum fæðuflokkum, allt annað bíður bara hættunni heim. Nema að fólk sé með nokkuð sterkan grun um fæðuóþol eða ofnæmi þá getur það þurft að skera brutu t.d. mjólkursykur (laktósa) og glúten (í hveiti, byggi og rúgi).

Það er kominn tími til að við hættum að hugsa eins og vertíðarfólk og vera alltaf annaðhvort á brjáluðum kúr eða vera ekkert að hugsa um heilsuna. Svona lifnaðarháttur mun bara skila okkur þó nokkrum aukakílóum árlega og auk þess er það andlega lýjandi að ná aldrei langvarandi árangri í grenningu eða lífsstílnum.

Ráðið við þessu er að lifa 80% heilbrigt, þar sem við borðum a.m.k. 80% af öllum okkar mat er hollur, næringarríkur og mettandi.  Það þarf nokkuð mikinn aga í 80% regluna en það er ekki óyfirsíganlegt. Ein af hverjum fimm máltíðum þarf t.d. ekki að vera sú hollasta. Það er heragi að ætla að vera 90% og 100% eru bara tímabundnir kúrar sem leiða of til mikillar óhollstu í kjölfarið. Við erum mannleg og eigum að leyfa okkur að njóta þess góða sem matur hefur uppá að bjóða, innan skynsamlegra marka. Auk þess er hægt að búa til mikið af mast sem er bæði mjög hollur og einnig bragðgóður og skemmir það ekki fyrir.

Með þessari 80% reglu stígum við útúr þessum vítahring endalausra kúra og töfralausna og stærstu verðlaunin verða líka kjörþyngd og heilbrigðari sál og líkami.

Leggjum af stað inn í páskana með þessa 80% reglu í huga og njótum páskanna án þess að vera að  huga að hitaeiningum eða kúrum. Þá verða páskarnir líka ekki upphafið að lokum á einhverjum kúr sem gerði ráð fyrir að þú værir 100% í mataræðinu öllum stundum.

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing