Nú er fyrsti mánuður ársins liðinn og febrúar genginn í garð. Margir eru því miður dottnir af hestinum með heilsueflinguna eftir allt sukkið umjólin. Þorrablótin eru í nú fullum gangi, veður eru válynd og það er þægilegra í stressi nútímans að setjast upp í sófa með nammi en fara í göngutúr og skera niður ávexti og grænmeti á kvöldin í stað þess að neyta sætinda .
Hér eru nokkrar reglur til að koma okkur aftur á sporið með hollt mataræði á þessu ári:
- BORÐUM alvöru mat og DREKKUM vatn!
Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa. Mikið af sykri/ávaxtasykri sem hægt er að innbyrgða þannig á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur = matur úr náttúrunni en ekki verksmiðjunni. Ef líkamin fær alvöru næringu/mat þá minnkar sætuþörfin. - Skerum niður ávexti og notum það í stað sykurs
Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum sem líkamaninn vill og ræður við. - Lærum að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla
Viðbættur sykur er oft falin í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að fá þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi – Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar. Dæmi um þetta er t.d. að í innihaldsefnin í matvörum eru í minnkandi röð og ef þið viljið minnka sykur í matvörum, ekki hafa sykurinn í fyrstu þremur sætum innihaldsefna. - Hreyfum okkar daglega
Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eiðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf. - Tæmum skápa á heimilinu af kexi, kökum og sætindum
„Out of sight – Out of mind“ eða á íslensku „úr sýn – úr huga“ Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem miklar líkur eru á að freistast í, sérstaklega á kvöldin. - Borðum reglulega yfir daginn
A.m.k. 3 máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu. - Borðum í meðvitund
Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur. - Borðum næringarríkan morgunverð – ALLA daga!
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða hollan morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd. - Ekki versla í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi
Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef maður fer í búðina illa fyrir kallaður/kölluð - Nærðu sálina – munum að brosið. Það er sykur sálarinnar
Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef að við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi..
Ef þið náið að halda ykkur við þessar reglur svona 80% tímans þá eruð þið á réttri leið. Mikill sykur kallar á meiri sykur og með því að tileinka sér þessar reglur mun sykurlöngunin minnka eftir því sem vikurnar og mánuðurnir líða.