Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Í yfirheyrsluna að þessu sinni fengum við útvarpskonuna Lovísu Rut af Rás 2. Henni er margt til lista lagt og þökkum henni innilega fyrir að svara þessum spurningum og leyfa okkur að skyggnast inn í líf hennar.

Fyrstu sex í kennitölu?
270592

Fullt nafn?
Lovísa Rut Kristjánsdóttir 

Ertu með gælunafn?
Stundum kölluð Lonný

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Einn mann, eina stelpu en engin dýr

Hvar ertu fædd og uppalin?
Mosfellsbæ

Núverandi búseta?
Hlíðar

Menntun?
BA í almennri bókmenntafræði

Atvinna?
Dagskrárgerðarkona hjá Rás 2

Hvenær byrjaðiru að vinna í útvarpi og af hverju?
Ég byrjaði árið 2018 alveg óvænt af því vinur minn vildi fá mig til að gera þátt með sér. 

Hvað er skemmtilegast við starfið?
Fólkið sem ég er að vinna með og þau forréttindi að fá að hlusta á tónlist meira og minna allan daginn.

Hefurðu stundað einhverjar íþróttir?
Já var í handbolta í smá stund sem barn. 

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í starfi og lífinu almennt?
Hrafnhildur Halldórsdóttir kollegi minn og mamma. 

Hversu marga fésbókarvini áttu?
1.3k 

Hver var síðasti facebook statusinn þinn?
Ég deildi viðburði frá kórnum mínum Kötlum – Flóamarkaður Katlanna 

Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
1205

Hverju deildiru síðast á instagram?
Mynd af mér og dóttir minni á göngu.

Ertu á x (twitter) og ef já hverju deildiru þar síðast
Já en hef ekki verið virk undanfarið, deildi síðast bók sem vinkona mín Júlía Margrét var að gefa út.

Ertu á tiktok?

Uppáhaldsmatur?
Úfff það er ómögulegt að segja.

Eitthvað sem þú getur alls ekki borðað?
Nei ég held ekki en ég er ekki hrifin af súrmat né saltkjöti.

Uppáhalds drykkur?
Kaffi líklega. 

Fylgir þú ákveðinni stefnu í matarræðinu ss. Paleo, vegan, ketó, whole9, eða annað og svo er afhverju?
Nei ekki þessa stundina en var pescaterian í mörg ár.

Borðar þú yfirleitt morgunmat?
Yfirleitt bara um helgar.

Notar þú einhver bætiefni (fæðurbótarefni) sem þér finnst hjálpa þér að ná í lífi og starfi?
Ég fæ mér lýsi og d-vítamín.

Ertu A eða B manneskja þ.e.a.s. ertu morgunmanneskja eða finnst þér að kúra fram eftir morgni ef þú hefur tækifæri til þess?
Það fer eftir dögum, ég á að það alveg til að kúra ef færi gefst.

Uppáhalds lag og tónlistarmaður?
Right – David Bowie

Hver er þín uppáhalds tónlistarstefna ef einhver?
Mjög erfitt að segja, er að velta mér mikið upp úr 70’s þjóðlagatónlist þessa dagana. 

Uppáhalds biómynd?
Eyes Wide Shut.

Bestu tónleikar sem þú hefur farið á?
Líklega Mac Demarco á Iceland Airwaves eða Beyoncé í Stokkhólmi.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Zara Larsson örugglega.

Markmið í starfi?
Vera skemmtileg fyrst og fremst og kynna fólk fyrir góðri músík.

Markmið í lífinu?
Ekki festast í hamstrahjólinu og hafa gaman að þessu.

Mottó
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hræðist þú eitthvað?
Ég er frekar lofthrædd og hef ekki gaman að skordýrum.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Dettur ekkert í hug.

Eitthvað sem þú sérð mikið eftir og vilt/þorir  að deila með lesendum?
Sé mjög mikið eftir að hafa ekki farið á Watch the Throne túrinn hjá Jay-Z og Kanye West.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Ég tala mikið við sjálfa mig.

Útvarpsfólk er vonandi líka mannlegt og hlýtur stundum að eiga slæma daga, hvernig getur maður falið það fyrir hlustendum? 
Já það kemur alveg fyrir að maður er ekki í stuði en þá þarf bara að velja rétta lagið til hrista það af sér.

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefir fólki sem langar að leggja fyrir sig að starfa í útvarpi?
Búa til skemmtilega hugmynd og selja hana. En áhugi kemur manni býsna langt. 

Ef þú mættir velja hvernig mundir þú hlusta á tónlist? 
Vínyll. 

Er tónlist æðsta listformið?
Já. 

Veist þú hver Jónas Kristjánsson læknir var?
Nei. Því miður. 

Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar og andlegrar heilsu?
Góðir vinir. 

Hvað er framundan hjá þér?
Ég ætla að klára þátt um 70 ár af rokktónlist, og svo ætla að fara vestur um páskana.

Related posts

Yfirheyrslan – Sigurjón Ernir

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND