HNLFÍ tekur þátt í evrópsku forvarnarverkefni


Nýlega fór af stað forvarnarverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og ber heitið ”Gesundheitsbildung druch Prävention” sem mundi útleggjast á íslensku; heilsuefling með forvörnum. Markmiðið með þessu verkefni er að finna hagkvæmar leiðir til heilsueflingar með forvörnum í Evrópu.
Þetta er samstarfsverkefni þriggja heilsustofnana í Evrópu; Heilsustofnunnar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði, Kneippsamtakanna í Þýskalandi og forvarnarstofnunarinnnar PGA í Austurríki.
 
Verkefnið hófst í bænum Unna í Þýskalandi í byrjun nóvember á síðasti ári og þar fengu fulltrúar allra heilsustofnananna að kynnast forvarnarstarfi Kneippsamtakanna. Kneippsamtökin byggja á gömlum grunni frumkvöðulsins Sebastian Kneibb (1821-1897) um heilsueflingu með forvörum í hreyfingu, vatnsmeðferðum og næringu jafnt fyrir unga sem aldna.

Dagana 23.-24.júní næstkomandi mun HNLFÍ taka á móti þátttakendum frá Þýskalandi og Austurríki. Munu gestirnir á þessum tveimur dögum kynnast starfssemi HNLFÍ og því forvarnarstarfi sem fer fram þar. Einnig mun menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar kynna þátttendum það forvarnarstarf sem fer fram í Hveragerði til heilsueflingar.

Á þessum tveimur dögum munu þátttakendur verkefnisins miðla reynslu sinni og þekkingu í forvarnarstarfi.
Vorið 2015 mun svo þessi verkefni ljúka í Austurríki og í framhaldinu gefin út skýrsla um hvernig hagkvæmast sé að stuðla að heilsueflingu með forvörunum.

Related posts

Yfirheyrslan – Sigurjón Ernir

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Grasaferð 29.júní