Rækjusalat með mangó og avókadó

Svona salat er reglulega á borðum á mínu heimili og engin ástæða til að fara nákvæmlega eftir uppskrift. Um að gera að nýta það sem er í skápunum prófa eitthvað frumlegt. Nota risarækjur, grjón fyrir pasta eða hvítmygluost í stað þess gríska svo dæmi séu tekin. Uppskriftin er passleg fyrir sex með góðu hvítlauksbrauði.

Þú þarft:

  • 350 gr pasta
  • 1 poki klettasalat
  • 1/2 lítið rauðkál
  • 1 rauð paprika
  • 1 mangó
  • 1 stórt avókadó
  • 200 gr grískur grillostur
  • 1 lítil dós ananashringir
  • 3 vorlaukar
  • 4 tómatar
  • 400 gr rækjur
  • 5 harðsoðin egg
  • Ferskar kryddjurtir

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta og kælið. Skerið rauðkál og papriku í þunna strimla en mangó og avókadó í teninga. Tómatarnir fræhreinsaðir og skornir í bita. Blandið öllu saman og setjið í stóra skál.
  2. Rækjurnar eru látnar þiðna. Rífið gríska grillostinn (Kolios Grill & Fry) og þurrsteikið á pönnu. Eggin eru harðsoðin og skorin í bita eins og ananasinn og vorlaukurinn. Setjið þetta smekklega ofan á salatið ásamt ferskum kryddjurtum, t.d. basilíku og myntu. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði.
  3. Gerið hvíta sósu úr 400 grömmum af grískri jógúrt, majónesi eða blöndu af þessu tvennu, ásamt safa og berki af hálfri sítrónu, hvítlauksrifi og örlitlu af salti. Berið fram í skál með salatinu.

Myndir: Kristín Pálmadóttir Thorlacius og Pálmi Jónasson

Related posts

Baráttan gegn streitu

Humarpasta Pálma

Tælenskt Panang