Hollt og gott kjúklingabauna salat. Engin ástæða að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og auðvelt að skipta hráefnum út fyrir önnur sem til eru í skápunum. Í stað kjúklings má nota blómkál, tofu eða sveppi. Með góðu brauði gæti þetta verið passlegt fyrir sex.
Þú þarft:
- 1 pk úrbeinuð kjúklingalæri
- 6 egg
- 1 pk brotnar kasjúhnetur
- 2 dósir kjúklingabaunir
- 1 sítróna
- 5 vorlaukar
- 1 pk kirsuberjatómatar
- 1 paprika
- 1 pk salat
- Ferskar kryddjurtir
- Grísk jógúrt
- Salt og pipar
Aðferð:
- Harðsjóðið eggin og takið af skurnina. Skerið kjúklinginn í munnbita og kryddið með salti, pipar og t.d. garam masala. Steikið á pönnu þar til fallega brúnt. Þurrsteikið hneturnar þar til ilmandi og létt brúnaðar.
- Skolið baunirnar vel og þerrið. Skerið grænmetið niður og rífið salatið og kryddjurtirnar. Ég notaði hálft box af myntu og hálft box af steinselju. Blandið þessu saman í skál, ásamt safa og berki af einni sítrónu og nokkrum matskeiðum af grískri jógúrt.
- Setjið kjúklinginn efst, ásamt hnetum og eggjum.
- Berið fram með grískri jógúrt og góðu brauði.
Mynd: Pálmi Jónasson