Kjúklingabauna salat

Hollt og gott kjúklingabauna salat. Engin ástæða að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og auðvelt að skipta hráefnum út fyrir önnur sem til eru í skápunum. Í stað kjúklings má nota blómkál, tofu eða sveppi. Með góðu brauði gæti þetta verið passlegt fyrir sex.

Þú þarft:

  • 1 pk úrbeinuð kjúklingalæri
  • 6 egg
  • 1 pk brotnar kasjúhnetur
  • 2 dósir kjúklingabaunir
  • 1 sítróna
  • 5 vorlaukar
  • 1 pk kirsuberjatómatar
  • 1 paprika
  • 1 pk salat
  • Ferskar kryddjurtir
  • Grísk jógúrt
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Harðsjóðið eggin og takið af skurnina. Skerið kjúklinginn í munnbita og kryddið með salti, pipar og t.d. garam masala. Steikið á pönnu þar til fallega brúnt. Þurrsteikið hneturnar þar til ilmandi og létt brúnaðar.
  2. Skolið baunirnar vel og þerrið. Skerið grænmetið niður og rífið salatið og kryddjurtirnar. Ég notaði hálft box af myntu og hálft box af steinselju. Blandið þessu saman í skál, ásamt safa og berki af einni sítrónu og nokkrum matskeiðum af grískri jógúrt.
  3. Setjið kjúklinginn efst, ásamt hnetum og eggjum.
  4. Berið fram með grískri jógúrt og góðu brauði.

Mynd: Pálmi Jónasson

Related posts

Afganskt pulao

Marokkóskur fiskur

Karrý & Egg