Furðulegar og skemmtilegar staðreyndir

Það er margt skrítið í henni veröld og sumt svo skrítið og fruðulegt að maður telur það hljóti að vera einhver uppspuni. En hér eru nokkrar sturlaðar staðreyndir:

  • Avókadó eða lárpera er ávöxtur en ekki grænmeti. Þetta vissuð þið líklega og einn af fáum ávöxtum sem er mjög fituríkur.
  • Tennur mannsins eru einu líkamspartarnir sem getur ekki gróið að sjálfu sér. Ysta lag tanna heitir enamel og er ekki lifandi vefur.
  • Mannfólk er mjög skapandi í sturtu. Þegar við förurm í heita sturtu þá eykst flæði dómamíns, sem gerir okkar meira skapandi (og söngelskari).
  • Einhyrningur er þjóðardýr Skota. Spurning að við Íslendingar gerum Langarfljótorminn að okkar þjóðardýri?
  • Kryddið múskat getur valdið ofskynjunum.  Kryddið inniheldur myristicin, náttúrulegt efnasamband sem hefur hugbreytandi áhrif ef það er tekið inn í stórum skömmtum.
  • Árið 2014 var Tinder„match“ á Suðurskautinu. Tveir vísindamenn fengu „match“ á einum afskekktasta stað heimsins – maður sem starfaði á Suðurskautslandinu í McMurdo stöðinni og kona í útilegu, sem var bara 45 mínútna þyrluferð í burtu. Hverjar eru líkurnar?!
  • Japanska orðið ‘Kuchi zamishi’ er athöfnin að borða þegar þú ert ekki svangur/svöng vegna þess að munnurinn þinn er svo einmana. Við erum sífellt að þessu.
  • Google images/myndir varð bókstaflega til eftir að Jennifer Lopez klæddist mjög svo eftirtektarverðum kjól á Grammy-hátíðinni árið 2000. Svo margir fóru að leita að kjól hennar að leitarvélin bætti við leit að myndum.
  • Elísabet II fyrrum drottning  var lærður bifvélavirki. Þegar hún var 16 ára lærði  hún undirstöðuatriði vörubílaviðgerða!
  • Vörumerki  Chupa Chups sleikipinnanna var hannað af hinum fræga súrrelíska listamanni Salvador Dalí árið 1969.
  • Tómatsósa var eitt sinni seld sem lyf. Henni var ávísað og selt fólki sem þjáðist af meltingartruflunum árið 1834.
  • Lengsta gönguleið í heiminum sem þú getur gengið er 22500 km.  Hægt er að ganga frá Magadan í Rússlandi til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Hún krefst hvorki flugs né siglingar – bara brýr og vegir. Hér er komin hugmynd fyrir íslenska ofurhuga. Miðað við að labba á röskum gönguhraða, 6 km/klst þá tæki það 3750 klst eða rúmlega 156 daga. Hver væri ekki til að labba samfleitt í tæplega hálft ár?!
  • Maðurinn (homo sapiens) er eina dýrategundin sem roðnar. Svo virðist sem við séum líka einu dýrin sem upplifa skömm. Þetta er vegna þess að þetta er flókin tilfinning sem felur í sér að skilja tilfinningar og skoðanir annarra.
  • Allar klukkurnar í Pulp Fiction myndinni eru stilltar á 4:20. Við verðum að horfa á myndina aftur til að komast að því.
  • Þú getur ekki raulað eða hummað ef þú heldur fyrir nefið á þér. Réttu upp hendi ef þú varðst að prófa þetta?
  • Stysta farþegaflugí heimi er í Skotlandi. Flugfélagið Loganair flýgur á milli eyjanna Westray og Papa Westray. Ferðin er aðeins 2,7 km og tekur heilar 90 sekúndur.
  • Tungu“mynstur“ hvers og eins er mismunandi. Eins og fingrafarið hefur hver tunga sitt mynstur sem eru mismunandi eftir einstaklingum.
  • Það eru meira en 1.000 tegundir af bönunum sem eru ræktaðar í heiminum. Þessum tegundum má síðan skipta í 50 flokka.
  • Lag Bítlanna ‘A Day in the Life’ hefur tíðni sem aðeins hundar geta heyrt. Það „heyrist“ í lok lagsins.
  • Víetnam er annar stærsti kaffiframleiðandi heims. Brasilía framleiðir mest og Kólumbía er í þriðja sæti.
  • Bambusplantan er hraðvaxnasta planta í heimi. Hún getur sprottið 89 cm á dag.
  • Köttur eyðir að meðaltali 15 klukkustundum á dag sofandi,  afbrýðisamur?
  • Þú deilir afmælinu þínu með um19 milljónum manneskja í heiminum. Maður er kannski ekkert svo sérstakur eftir allt saman!?
  • Litli vasinn í gallabuxum var hannaður til að geyma vasaúr þegar þær voru fyrst hannaðar um 1800, nú til dags er þetta bara skraut, þó þetta geymi ágætlega myntpeninga.
  • Páfinn getur ekki verið líffæragjafi, hver mundi ekki vilja fá t.d. hjarta úr Páfanum?!. Öll lík Páfa tilheyra Vatíkaninu við andlát þeirra, sem þýðir að engin líffæragjöf er leyfð.
  • Sítrónur fljóta í vatni, en lime sökkva. Þetta er vegna mismunandi þéttleika þeirra.
  • Laukur er náttúruleg lækning til að hreinsa stíflað nef. Brennisteinninn í lauknum er talinn draga úr slímmyndun.
  • Nafnið á danska kubbaframleiðandum LEGO  er dregið úr dönsku „Leg Godt“ sem þýðir „leiktu þér vel“, eða „hafðu gaman við leik“.

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND