Samningur um ritun ævisögu Jónasar Kristjánssonar

Í gær urðu tímamót í sögu Náttúrulækningafélags Íslands þegar Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ og Pálmi Jónasson sagnfræðingur undirrituðu samning um ritun ævisögu Jónasar Kristjánssonar læknis.
Gríðarlegar heimildir söfnuðust við gerð nýlegrar heimildarmyndarinnar „Láttu þá sjá“ sem fjallar um ævistarf Jónasar og sýnd var á RÚV  sunnudaginn 12. september sl.
Pálma Jónassyni rennur blóðið til skyldunnar og verkefnið honum hugleikið því Jónas Kristjánsson læknir var langafi hans.

Gert er ráð fyrir að ævisagan komi í nóvember á næsta ári.

Related posts

Grasaferð NLFR 24. júní með Ásdísi Rögnu

Heilsusamfélag á einstökum stað – Opið hús 9.mars

Heilsustofnun NLFÍ – Stofnun ársins 2024