Þann 5. júlí n.k. fagnar Náttúrulækningafélag Íslands 80. ára afmæli sínu. Jónas Kristjánsson læknir stofnaði félagið ásamt öðru kjarnafólki á Sauðárkróki á Hótel Tindastóli. Þetta eru merk tímamót í sögu félagsins og því ýmislegt í gangi í tilefni afmælisársins m.a.:
Í undirbúningi er gerð heimildarmyndar um ævistarf Jónasar Kristjánssonar læknis og einn af stofnendum félagsins. Af því tilefni biðlar félagið til þeirra sem þekkja til þessarar sögu á einn eða annan hátt að hafa sambandi við skrifstofu NLFÍ.
Haldið verður upp á afmælið við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki þann 5. júlí í n.k.. Athöfnin fer fram í sal neðstu hæðar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Lagður verður blómsveigur við minningarstein um þetta ótrúlega framsýna fólk sem hafði trú á líkamlega heilbrigði, jafnvægi og lífsgleði. Þau boðuðu að heilbrigði er háð, góðu mataræði, hæfilegri hreyfingu og hvíld.
Enn í dag eru áherslur Náttúrulækningafélagsmanna á hávegum hafðar og var allt þetta fólk miklir hugsjónarmenn og langt á undan sinni samtíð. Það boðaði forvarnir, þegar það þekktist varla.
Félagið hefur alltaf viljað stuðla að bættri heilsu landsmanna með fræðslu um holla lífshætti. Einkunnarorð félagsins er: Berum ábyrgð á eigin heilsu.