Vel heppnuð sveppatínsluferð

Hress hópur sveppaáhugamanna mætti í sveppatínsluferð sem Náttúrulækningafélag Reykjavíkur stóð fyrir á fimmtudaginn s.l. í Heiðmörk. Veður var milt og gott. Þó hefur veður í sumar á Höfuðborgarsvæðinu ekki verið nógu hagstætt fyrir sveppavöxt því það hefur verið of sólríkt og þurrt.

Ása Margrét Ásgrímsdóttir var leiðbeinandi i ferðinni. Hún er höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands“
Ása byrjaði á því að fræða hópinn um nokkra sveppi sem hún var sjálf búin að tína.Hún kenndi hópnum hvernig maður lærir að þekkja matsveppi, hvernig á að verka þá fyrir matseld eða frystingu.
Hér má finna fróðleik um helstu sveppi sem vaxa á Íslandi. og uppskrift að góðri sveppasúpu.

Eftir spjall og spurningar fór hópurinn að tína og hitti síðan Ásu aftur í lokin þar sem hún skoðaði afrakstur hvers og eins.
NLFR þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessari skemmtilegu ferð.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir úr ferðinni.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið