Vel heppnuð grasaferð

Mikil stemning og gleði ríkti í grasaferð Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem farin var í síðustu viku. Garðyrkjustjóri Heilsustofnunar Jónas V. Grétarsson leiðbeindi þátttakendum með týnslu á jurtum í te fyrir stofnunina. Eins og sjá má á ljósmynd var sól og blíða alla ferðina.

Margir nýttu sér svo boð Heilsustofnunar um að fara í sund og borða kvöldmat á Heilsustofnun í lok ferðar.

Sjá FLEIRI MYNDIR ÚR FERÐINNI HÉR

—-

Skrifstofa Náttúrulækningafélagsins er nú komin í sumarfrí sem stendur til 17. ágúst n.k. 

Vefurinn NLFI.is mun þó vera virkur og fróðlegar greinar munu birtast reglulega í allt sumar

—-

Dagný Berglind Gísladóttir
Vefritstýra
ritstjori@nlfi.is 

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð