Gunnar Rafn Jónsson, læknir, hélt fyrirlestur á vegum NLFA fimmtudaginn 30. jan. s.l. í Kjarna, félagsheimili NLFA.
Þar sem hann ræddi um hinar ýmsu leiðir til að lækna líkamann og hvernig viðhorf og hugsanir hafa áhrif á heilsu okkar.
Telur hann að líkami og sál séu eitt og bestur árangur náist með heildrænum aðferðum og vestrænum náttúrulegum leiðum.
Einnig talaði hann um ný-gamla hlutverk nátturlækninga. Á fundinum kynnti Gunnar okkur nýstofnuð samtök sem nefnast Heilsufrelsi.
Fundargestir voru áhugasamir og spunnust skemmtilegar umræður um efnið að erindi loknu.