Vel heppnaður fyrirlestur Dr. Gunnars Rafns hjá NLFA

Gunnar Rafn Jónsson, læknir, hélt fyrirlestur á vegum NLFA fimmtudaginn 30. jan. s.l. í Kjarna, félagsheimili NLFA.
Þar sem hann ræddi um hinar ýmsu leiðir til að lækna líkamann og hvernig viðhorf og hugsanir hafa áhrif á heilsu okkar.

Telur hann að líkami og sál séu eitt og bestur árangur náist með heildrænum aðferðum og vestrænum náttúrulegum leiðum.
Einnig talaði hann um ný-gamla hlutverk nátturlækninga.  Á fundinum kynnti Gunnar okkur nýstofnuð samtök sem nefnast Heilsufrelsi.

Fundargestir voru áhugasamir og spunnust skemmtilegar umræður um efnið að erindi loknu.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið