Spennandi námskeið framundan

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar þriðjudaginn 2. júlí 2019

Tíndar verða jurtir í göngufæri við Heilsustofnun. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar vinsælt meðal félagsmanna.
Hist við aðalinngang kl. 13:30. Boðið verður uppá heilsute og brauð frá Heilsustofnun í lokin.
Allir fá frítt í baðhúsið Kjarnalund að tínslu lokinni. Hámarksfjöldi er 25 manns.
Skráning í síma 552-8191 eða nlfi@nlfi.is

Kryddjurtanámskeið miðvikudaginn 3. júlí 2019

Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur er kennari námskeiðsins sem er mjög fjölbreytt þar sem allir vinna saman. Það hefst með bragðkynningu á kryddtegundum með ostum. Sáð verður, teknir græðlingar af kryddjurtum og nokkrum þeirra skipt. Farið verður yfir helstu tegundir sem rækta má bæði úti og inni og hvað þarf til þess að ná góðri uppskeru.
Þátttakendur fá ítarleg námsgögn og plöntu til framhaldsræktunar með sér heim. Námskeiðið fer fram á Fossheiði 1, 800 Selfossi kl. 18:00 – 21:00.
Verð fyrir félagsmann kr. 5.000 kr. Takmarkaður fjöldi, 10 manns.
Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 – 12:00. Einnig á nlfi@nlfi.is og ingi@heilsustofnun.is

Sveppatínsluferð í Heiðmörk sunnudaginn 18. ágúst 2019

Ása M. Ásgrímsdóttir bókahöfundur um sveppi kennir okkur á námskeiðinu sem hefst kl 12:00 á sýnikennslu og fyrirlestri í Elliðavatnsbænum við Elliðavatn. Að því loknu fer Ása með okkur á valinn stað þar sem finna má úrval sveppa. Taka þarf með bréfpoka/körfu og góðan hníf.
Takmarkaður fjöldi. Verð fyrir félagsmann 4.000 kr.
Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 – 12:00 eða nlfi@nlfi.is

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð