Námskeið í uppbyggjandi ritmennsku – að skrifa sig úr skugganum í ljósið

Námskeið frá fimmtudegi til sunnudags, 9.-12. júlí 2020

Steinunn Sigurðardóttir leiðbeinir þátttakendum við að nota ritmennsku til þess að byggja sig upp.

Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Leitað verður skapandi skriflegra leiða til þess að tjá erfiðar tilfinningar. Reynt verður að skoða þessa líðan utan frá með textann sem kíki. Ritmennskuaðferðin, með hópeflinu, er notuð sem tæki til þess að stuðla að betri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða.

Á seinni stigum námskeiðs verður áherslan á að þjálfa þátttakendur í að tjá skriflega jákvæðar og uppbyggjandi tilfinningar.

Innifalið:
Gisting í þrjár nætur, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsinu Kjarnalundi og líkamsrækt, hóptímar, fræðsla og slökun. 

Umsjón: Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.

Verð:
Með gistingu frá fimmtudegi til sunnudags er 59.000 kr. pr. einstakling.

Skráning í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið