Námskeið á Heilsustofnun 13.15 maí – Aukið frelsi og aukin hamingja

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund

Tveggja daga námskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?

Þetta námskeið hentar þeim sem eru tilbúnir að takast á við rót vandans, öðlast betri skilning á eigin sálarlífi, vinna úr áföllum, öðlast grunnþekkingu á hugleiðslu og leysa úr læðingi sköpunarkraft sinn og gleði með listinni. Það verður leirað, málað, dansað og sungið.

Með hjálp EMDR, sem talin er áhrifaríkasta áfallameðferð sem býðst í dag, göldrum listmeðferðarinnar, mætti hugleiðslunnar og hreyfingu úti í náttúrunni býður þetta námskeið upp á raunverulegt tækifæri til sjálfsskoðunar, endurnýjunar og breytingar.

Í EMDR-úrvinnslu deila þátttakendur ekki áföllum sínum með hópnum; hver og einn vinnur út af fyrir sig.

Námskeiðið er haldið í heilandi umhverfi Heilsustofnunar, gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Verð 85.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráning hér á heimasíðu Heilsustofnunar eða í síma 483 0300.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð