Matvæladagurinn 2013

Matvæladagurinn á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) var haldinn miðvikudaginn 16.október síðastliðinn.

Þetta var í 21.skipti sem MNÍ heldur matvæladaginn og yfirskrift dagsins var „ráðleggingar um mataræði og næringarefni“.  Þetta umfjöllunarefni var valið vegna þess að nýjar norrænar ráðleggingar um mataræði og næringu voru kynntar  í byrjun október.

Í nýju næringarráðleggingunum er er lögð meiri áhersla  á mataræði og neyslumynstur en ráðleggingar með einstaka vítamín eða næringarefni.  Mikil áhersla er lögð á gæði kolvetna og fitu og hvaðan við fáum þessi gæða næringarefni.
Það voru engar dramatískar breytingar á  norrænu ráðleggingum frá því að þær voru síðast endurskoðaðar. Enn hefur ekki verið tekið ákvörðun um það hvort Landlæknisembættið taki beint um þessar ráðleggingar, en það ræðst á næstu mánuðum.
Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir helstu breytingar á norrænu ráðleggingunum: http://www.norden.org/en/publications/publikationer/nord-2013-009

Ýmsir sérfæðingar sem tóku þátt í vinnu við norrænu næringarráðleggingar héldu erindi um nýju ráðleggingar og vinnuna sem fór í að komast að niðurstöðunum. Einnig var talað um innleiðingu skráargatsins sem er samnorrænt hollustumerki  og farið var yfir hvernig hægt er að bæta næringu í skólum, með heilsueflandi skólum.

Þeir íslensku sérfræðingar sem unnu að þessum nýju ráðleggingum vildu leggja áherslu á að ráðleggingarnar eru fyrir heilbrigða einstaklinga og settar fram í forvarnarskyni en ekki til að meðhöndla einstaka sjúkdóma.
Þegar verið að gefa næringarráðleggingar fyrir heilu þjóðirnar er mikilvægt að byggja ekki bara  þröngri persónulegri reynslu heldur horfa mjög gagnrýnt og breitt  á allar rannsóknir á sviði næringar, jafnt jákvæðar sem neikvæðar.  Á því byggjast einmitt nýjustu norrænu ráðleggingarnar, yfirferð yfir  allar helstu rannsókna á þessu sviði og ályktunum út frá því til að tryggja sem besta alhliða heilsu landsmanna.

MNÍ hefur veitt  verðlaunin „Fjöreggið“  fyrir  lofsvert  framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993. Verðlaunagripurinn er  íslenskt glerlistaverk sem táknar Fjöreggið og eru verðlaunin veitt með stuðningi Samtaka iðnaðarins.
Í ár fékk Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur, fjöreggið fyrir áratuga starf í við rannsóknir, kennslu og uppfræðslu um næringu. Aðrir sem fengu tilnefningar til fjöreggsins voru: Friðheimar, Frú Lauga, matarsmiðjur Matís og Saltverk.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð