Matreiðslunámskeið með Halldóri kokki

Í síðustu viku fór fram matreiðslunámskeið með Halldóri Steinsson kokki á Heilsustofnun NLFÍ (HNLFÍ).

Þetta námskeið tókst með eindæmum vel og var vel sótt. Halldór er galdramaður þegar kemur að matseld og kenndi hann þátttakendum m.a. að útbúa marga af þeim næringarríku og bragðgóðu réttum sem hann hefur á boðstólum á HNLFÍ.

NLFÍ hvetur lesendur sína sem vilja kynnast matseld Halldórs að heimsækja HNLFÍ á matmálstímum og bragða á kræsingunum. Matstofa HNLFÍ er opin almenningi á matmálstímum og einnig er hægt að fá uppskriftarbók HNLFÍ og spreyta sig heima.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið