Kulnun – Málþing á Akureyri í janúar 2020

Náttúrulækningafélag Íslands efndi til málþings undir yfirskriftinni,  Kulnun -Einkenni, orsök og leiðir til bata, í Kjarna í Kjarnaskógi, félagsheimili Náttúrulækningafélags Akureyrar, 28. janúar s.l.
Málþing undir sama heiti var haldið í Reykjavík í nóvember 2018. Það vakti svo mikla lukku og athygli að ákveðið var að endurtaka leikinn á Akureyri.
Málþingið tókst mjög vel og sköpuðust miklar umræður að loknum erindum frummælenda. Það er greinilegt að mikill áhugi að er á þessu málefni fyrir norðan.

Fundarstjóri:
Sólveig Bennýjar Haraldsdóttir, framkvæmadstjóri Kyrrðarhofsins.

Frummælendur (hægt er að klikka á nafn erindis til að lesa glærur frummælenda):
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur Heilsustofnunar
„Máttur matarins – meðferð í kulnun
Gréta Kristjánsdóttir, leiðbeinandi í íslensku og bodygroove
„Reynslusaga“ 
Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans og streitumóttökunnar á Norðurlandi
„Sigrast á streitu – leiðir til lausna“ 

Það er von fræðslunefndar NLFÍ að þetta málþing hafi svarað einhverjum spurningum almennings á Akureyri og nágrenni um kulnun, einkenni hennar, ástæður og leiðir að bata.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð