Kryddjurtanámskeið 3.júlí n.k.

Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur er kennari námskeiðsins sem er mjög fjölbreytt þar sem allir vinna saman.
Það hefst með bragðkynningu á kryddtegundum með ostum. Sáð verður, teknir græðlingar af kryddjurtum og nokkrum þeirra skipt.
Farið verður yfir helstu tegundir sem rækta má bæði úti og inni og hvað þarf til þess að ná góðri uppskeru. Þátttakendur fá ítarleg námsgögn og plöntu til framhaldsræktunar með sér heim. Námskeiðið fer fram á Fossheiði 1, 800 Selfossi kl. 18:00 – 21:00.
Verð fyrir félagsmann kr. 5.000 kr. Takmarkaður fjöldi, 10 manns.
Skráning í síma 552-8191 kl. 10:00 – 12:00. Einnig á nlfi@nlfi.is og ingi@heilsustofnun.is

Hægt er að skrá sig á viðburðinn á facebook.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið