Kærleiks- og kyrrðarkvöld – 15. desember


Það hefur skapast góð hefð fyrir kærleiks- og kyrrðarkvöldi Náttúrulækningafélags Reykjavíkur. Þessi árlega kyrrðarstund fer fram þriðjudaginn 15. desember næstkomandi kl. 20:00 í safnaðarheimili Laugarneskirkju við Kirkjuteig. Ekki láta þetta einstakta tækifæri til þess að kúpla sig aðeins frá jólastressinu, fram hjá þér fara.

Dagskráin er ekki af verri endanum og munu Uni og Jón Tryggvi spila notalega tónlist, auk þess mun Rós Ingadóttir syngja falleg lög við undirleik Vilhelmínu Ólafsdóttur. Ingi Þór Jónsson formaður NLFR verður með smá hugleiðingu. Hinn virti rithöfundur Guðmundur Andri Thorsson les upp úr bók sinni „Og svo tjöllum við okkur í rallið“.
Svo allir fari heim slakir og með ró í hjarta ætlar Unnur Arndísardóttir jógakennari vera með slökun.

Á boðstólum verða jurtate, piparkökur og jólaglaðningur.
Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangseyrir er aðeins 500 kr. – frítt fyrir félagsmenn.


Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið