Létt göngu- og grasaferð í Heiðmörk á morgun þriðjudaginn 24. júní kl. 18:00.
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir verður leiðbeinandi í ferðinni. Hún mun leiða okkur í sannleikann um fjölbreytta flóru Heiðmerkur sem nota
má í te, krydd og matargerð.
Mæting kl. 18:00 á fyrsta bílastæði á hægri hönd við Rauðhóla. Þaðan verður
keyrt á áfangastað í Heiðmörk.
Áætlað er að ferðin taki um 2. klst. Boðið verður uppá hollustubrauð og grasate í lokin.
Takmarkaður fjöldi, frítt fyrir félagsmenn
Skráning í síma: 552-8191/860-6525, eða á netfangið: nlfi@nlfi.is