Fjallagrasaferð Heilsustofnunar NLFÍ

Starfsfólk Heilsustofnunar fór í árlega fjallagrasaferð á Hveravelli, mánudaginn síðastliðinn. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og söfuðust 50 pokar af fjallagrösum.
Að tínslu lokinni fóru duglegu starfsmennirnir í heitu pottana á Hveravöllum.

Fjallagrösin sem voru tínd fara nú í hreinsun og þurrkun og verða svo notuð í fjallagrasate Heilsustofnunar, sem dvalargestir munu svo ylja líkama og sál á.
Fjallagrös hafa verið notuð árhundruðum saman á Íslandi og eru þau talin örva ónæmiskerfið, vinna gegn kvefi, styrkja maga og örva matarlyst.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð