Vel heppnað matreiðslunámskeið

Matreiðslunámskeið í grænmetisréttum  var haldið í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur fyrir skömmu.
Mikil aðsókn var á námskeiðin og seldust þau hratt upp. Næstu námskeið verða haldin í október og nóvember.

Kennari var Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, eigandi Culina. Kenndi hún nýjar og spennandi aðferðir við matreiðslu grænmetisrétta. Á námskeiðinu var notast við  hreint hráefni og fjölbreytt krydd.  
Dóra kenndi meðhöndum og matreiðslu próteinríkra baunarétta.
Þátttakendur tóku virkan þátt í matseldinni og í lok námskeiðsins var flott veisluborð þar sem kostur gafst á því að gæða sér á öllum girnilegu grænmetisréttunum.

NLFR þakkar Dóru og öllum þátttakendum kærlega fyrir vel heppnað námskeið.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Bleik október hugleiðing