Vanilluís

Uppskrift:
3 dl kasjúhnetur, sem búnar eru að liggja í bleyti í 2 klst
2 ½ dl möndlumjólk
¾ dl agavesýróp eða önnur sæta
1-2 tsk vanilla, duft eða dropar
½ dl kókosolía, fljótandi
¼ tsk sjávarsalt

Aðferð:
Byrjið á að setja kasjúhnetur, möndlumjólk, agavesýróp og vanillu í blandarann og blandið vel, best að láta þetta verða alveg silkimjúkt. Bætið kókosolíunni og saltinu útí og blandið smá stund í viðbót. Setjið annað hvort í ísvél (og fylgið leiðbeiningunum á vélinni) eða í silikonform og frystið. Ef þið notið silikonform en ekki ísvél er gott að hræra í blöndunni annað veifið á meðan hún er að frostna. Einnig er þetta upplagt til að setja í íspinnaform.
Þessi uppskrift er birt með leyfi frá Sollu í Gló

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur