Uppskrift – Matarmikil grænmetissúpa

Hér eru uppskrift að matarmikilli grænmetissúpu frá Gosiu. Þessi súpa er frábært að laga fyrir ferðalagið um landið og hita upp á kvöldin í köldu hjólhýsinu eða tjaldvagninum.

Uppskrift

250 ml grænmetiskraftur
250 ml hakkaðir niðursoðnir tómatar
500 ml kókosmjólk
2 laukur skornir í teninga
3 gulrætur skornar í teninga
1 kúrbítur skorin í teninga
1 spergilkál (aðeins blómin)
1 sæt kartafla skorin í teninga
½ blómkál (aðeins blómin)
80 gr fersk steinselja
2 sítrónugrös
2 msk ólífuolía, til steikingar
½ msk timian
⅓ msk oregano
Salt og pipar eftir smekk
Safi úr ½  lime

Aðferð

Setjið í pottinn ólífuolíu og hitið. Gyllið laukinn í olíunni og bætið við sætum kartöflum, gulrætum og látið krauma í um 10 mínútur. Bætið svo grænmetiskraftinum og sítrónugrasinu og látið sjóða í smá tíma. Bætið við kókósmjólk.                                Þegar gulræturnar og kartöflurnar eru orðin mjúkar bætið afganginum af grænmetinu í pottinn og sjóðið í um 15 mínútur. Bætið loks tómötunum í pottinn ásamt kryddinu (öllu nema steinseljunni) og lime safanum og bætið 10 mínútum við suðutímann.
Að lokum áður en súpan er borin fram er ferskri steinselju bætt í pottinn.

Njótið vel.

 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur