Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) kynnir nýjan samstarfsmann sem mun vera með reglulegar uppskriftir á heimasíðu NLFÍ.
Þessi nýji starfsmaður heitir Gosia Madej og er 27 ára matreiðslumaður frá Póllandi.
Gosia kom til Íslands árið 2008 og byrjaði að vinna á veitingastaðnum á Birfröst árið 2009. Sá veitingastaður var undir stjórn Helgu Mogensen og kveikti hún áhuga Gosia á matreiðslu hollustufæðis sem bragðast vel. Helga kenndi Gosia öll grunnatriðin í matreiðslunni og leyfði henni að að prufa sig áfram. Hún var hjá Helgu í 2 ár og ákvað eftir þann tíma að hún gæti farið að elda í stærri eldhúsum og flutti því til Reykjavíkur.
Þar vann hún fyrst hjá Sollu á Gló og síðar á veitingarstaðnum Happ. Gosia elskar íslenskt hráfeni og íslenska matargerð þannig að hún blanda að ég tel mikið saman pólska uppruna mínum og íslenskri matarhefð saman.
Gosia notar mikið af fersku grænmeti og fersku kryddi í matreiðslu sinni og leggur mikið upp úr því að hafa matinn litríkan og þá sérstaklega grænan, auk þess að hann sé bragðgóður. En eins og flestir vita þá „borðum“ við mikið með augunum og því leggur hún sig alla fram við að maturinn sé aðlagandi. Að neyta matar getur verið ferðalag og það nýtir Gosia í matarlistinni og reynir að taka fólk með mér í ferðlög sérstaklega til Suður- og Vestur-Evrópu og alla leið til Thailands.
Gosia er í fullu starfi sem matráður hjá VR stéttarfélagi og fær hún daglega mjög góðar viðtökur við því sem hún framreiðir en það eflir mjög sjálfstraust hennar, innblástur og eldmóð í matargerðinni.
Við hjá Náttúrulækningfélagi Íslands hlökkum mikið til þess að fá að njóta krafta Gosia og það verður gaman að fá að spreyta sig á réttum hennar.