Mexíkósk súpa

Mjög góð súpa í góðra vina hópi.

Fyrir 6 manns

Uppskrift:
3 msk. matarolía
600 gr. magurt nautahakk
2 msk. saxaður jalapenopipar (fæst niðursoðinn)
1 stór laukur, saxaður
2 dósir niðursoðnir tómatar
7 dl nautakjötskraftur (teningur og vatn)
1 msk. cuminduft
1 tsk. chilíduft eða cayennepipar
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 dós nýrnabaunir
150 g rifinn Búri eða Maribo ostur
1 dós sýrður rjómi
Nachos eða tortillaflögur

Meðhöndlun:
Hitið olíuna í potti og brúnið hakkið í henni í nokkrar mínútur.
Bætið piparnum og lauknum í pottinn og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast.
Saxið tómatana og bætið þeim í ásamt soðinu, kryddinu og sykrinum, sjóðið í 15 mínútur.
Sigtið safann frá baununum og bætið þeim að lokum út í, hrærið varlega á meðan þær hitna.
Setjið súpuna í skálar og sáldrið rifna ostinum yfir um leið og hún er borin fram. Berið sýrða rjómann fram með súpunni ásamt flögunum.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur