Matreiðslubók NLFÍ


Það er ekki bara í dag sem matreiðslubækur og matarblogg eru vinsæl, því árið 1952 gaf Náttúrulækningafélag Íslands út matreiðslubók sem seldist upp á skömmum tíma.

Jónas Kristjánsson læknir ritaði formála að þessari bók og skrifaði m.a. „Margföld og löng lífsreynsla hefir sannað mér, svo að ekki er um að villast, að lifandi, náttúruleg fæða og hollir lifnaðarhættir byggja fyrir  og lækna oft hina svokölluðu hrörnunarsjúkdóma, sem þrátt fyrir öll vísindi eru alltaf að færast í aukana,og er röng fæða höfuðorsökin“.

Í þessari matreiðslubók eru kynstrin öll af girnilegum grænmetisréttum sem eiga jafnvel við í dag og fyrir 62 árum. Í bókinni  er einnig ágrip á næringarfræði og leiðbeiningar um mataræði og meðferð matvæla.
Þessi gamla matreiðslubók NLFÍ er enn þann dag í dag að vekja athygli og kom nýverið út pistill á Eldhúsatlasinn.is þar sem höfundur hefur tekið sig til og prófað eina af uppskriftunum í bókinni. Hér er linkur þennan skemmtilega pistil og uppskriftina.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur