Krækiberjabökur

Nú er margir búnir að fara í berjamó og um að gera að finna leiðir til gæða sér á kræsingunum. Solla á Gló deildi þessari girnilegu uppskrift að krækiberjaböku með okkur. 

Botn
5 dl möndlur
1 dl kakóduft
2 dl döðlur, smátt saxaðar
1 dl aprikósur
1 tsk vanilla, duft eða dropar
 ⅛ tsk sjávarsalt 

Vanillufylling
2 ¼ dl makadamíu eða kasjúhnetur, sem búnar eru að liggja í bleyti í 2 klst
¾ dl agavesýróp eða önnur sæta
2 msk kókosolía
1 tsk vanilla
Salt af hnífsoddi 

Krækiberjatopping
4 dl krækiber
2-3 msk hunang

Botn:
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Deigið er tilbúið þegar það klístrast saman. Skiptið deiginu í fernt. Notið fjögur 10-12 cm bökuform með lausum botni. Þrýstið niður í formin og setjið inn í frysti á meðan verið er að búa til marsipanið. Athugið að hægt er að nota eitt 23-26 cm bökuform í staðin fyrir fjögur lítil

Vanillufylling:
Allt sett í blandara og blandað saman þar til alveg silkimjúkt og kekklaust. Það er líka hægt að nota matvinnsluvél.

Krækiberjatopping:
Blandað saman og sett ofan á vanillufyllinguna

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur