Kotasælubuff

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði ræður Dóri kokkur ríkjum í eldhúsinu og galdrar þar fram hverja dýrindis máltíðina á fætur annarri.
Einn vinsælasti rétturinn undanfarna mánuði hefur verið kotasælubuff. Margir dvalargestir hafa viljað fá uppskriftina af þessu gómsæta buffi og Dóri kokkur var svo elskulegar að deila uppskriftinni með okkur.

500 gr kotasæla,  ein stór dós
3 egg
150 gr brauðrasp
2 msk saxaður laukur
1 tsk timjan
1 tsk steinselja
Salt og  pipar að smekk

Allt er hrært saman og mótað í buff. Steikt á pönnu að því loknu með smá olíu.

Gott er hafa með þessu svissuðum lauk, hvítlauksbakaðar kartöflum, blönduðu grænmeti og sveppasósu.

Verði þér að góðu.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur