Graskerssúpa með naan brauði

Í tilefni af veganúar og endalausum stormum og óveðri er ekkert meira við hæfi en að ylja sér við góða grænmetissúpu. Hér er uppskrift af gómsætri graskerssúpu sem er úr smiðju eldhúss Heilsustofnunar NLFÍ. Þessi súpa er frábær með góðu naan brauði.

Graskerssúpa

2 msk. jurtaolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
300 g af skrældu graskeri, skorið í ca 3 cm. bita
100 g af skrældum karftöflum, saxaðar í bita
600 ml af grænmetissoði
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 tsk. cuminfræ
2 tsk. safi úr lime
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð
Brúnið lauk, hvítlauk og cuminfræin í olíunni við meðalháan hta í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullbrúnn. Bætið við graskerinu, kartöflum, soði og kókosmjólk.
Sjóðið þetta við vægan hita í um 20 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið vel meyrt. Maukið þetta svo með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Limesafa er bætt saman við og kryddað til. Gott að nota sýrðan rjóma með.

Naan brauð

1 kg heilhveiti
1 ltr. AB-mjólk
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
Ögn af salti
Salti, pipar eða hvítlaukur

Aðferð
Betra er að laga degið kvöldinu áður. Deigið er svo flatt úr, penslað með bræddu smjöri og kryddað með salti, pipar og jafnvel hvítlauk. Bakað í ofni við 200°C í ca. 5-10 mínútur.

Verði ykkur að góðu.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur