Græna þruman


Uppskrift dagsins er af grænu þrumunni sem er „boost“ sem allir sem umhugað er um sína heilsu ættu að prófa núna í sumar.
Græna þruman á vel við stefnu Náttúrulækningafélagsins um grænan og heilbrigðan lífsstíl.
Þessi drykkur er þúsund sinnum heilnæmari og meira nærandi en gosdrykkir sem margir hverjir drekka í lítratali á hverjum degi.

Uppskrift:
100 gr. spínat
100 gr. mangó
20 gr. engifer
½ banani
50 ml. kókosvatn
200 ml. vatn

Næringargildi:
Þessi drykkur er einugis 170 hitaeiningar.  Drykkurinn er mjög trefjaríkur og stútfullur af vítamínum. Má þar nefna A-vítamín (204% af RDS), fólasín (56% af RDS) og C-vítamín (106% af RDS). Einnig er þessi drykkur mjög ríkur af af steinefnunum magnesíum og kalíum, en þau koma m.a. að vöðvasamdrætti og nýtast vel í líkamsrækt og útiveru sem stunduð er í sumar.

Verði ykkur að góðu.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur