„Þróun mála algjörlega óásættanleg“

www.heilsustofnun.is

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) getur ekki sinnt lögbundinni endurhæfingarþjónustu nema aukið fjármagn fáist frá ríkinu. 230 milljónir þarf til viðbótar til þess að Heilsustofnun fái greitt fyrir veitta endurhæfingaþjónustu. Þetta kemur fram í frétt mbl.is sem unnin er upp úr bréfi til heilbrigðisráðherra, þingmanna Suðurkjördæmis og forsvarsmanna Hveragerðisbæjar. Þar segir að „þessi þróun mála sé algerlega óásættanleg.“

Í fréttinni kemur fram að samningur Sjúkratrygginga Íslands við Heilsustofnun hafi runnið út í júní 2023. Eftir tveggja ára viðræður komust Sjúkratryggingar að þeirri niðurstöðu að 230 milljónir vanti til viðbótar við núverandi fjárheimildir. Sjúkratryggingar og heilbrigðisráðuneytið hafa nú tilkynnt að stofnunin fái ekki leiðréttingar á þessum greiðslum.

„Í yfirlýsingu er bent á að fjármagn sem rennur til annarra endurhæfingarstofnana, s.s. Reykjalundar, sé verulega hærra miðað við sambærilega þjónustu. Því sé orðið augljóst ósamræmi í úthlutun opinberra fjármuna sem grafi undan stöðu NLFÍ í Hveragerði. Stofnunin segir að árangur hennar í endurhæfingu hafi ítrekað verið staðfestur með rannsóknum en að samt sem áður sé samningastaðan þannig að reksturinn standi tæpt.“

Related posts

Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Hveragerðisbær stendur með Heilsustofnun NLFÍ