Matarbúr Kaju – Viðurkenning fyrir frumkvöðlastarf

Stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) fór í skemmtilega heimsókn til Matarbúrs Kaju á Akranesi og veitti þar viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í sátt við náttúru og umhverfi.
Myndin hér fyrir ofan er tekin við þetta tilefni og má þar sjá Inga Þór Jónsson formann NLFR, Karen Emelía eigandi Matarbúrs Kaju, Brynja Gunnarsdóttir ritari NLFR og Björg Stefánsdóttir meðstjórnandi NLFR.

Fyrirtækið Kaja organic ehf er í eigu Karenar Emilíu og er reksturinn fjölþættur. Lífrænt fyrir alla er slagorð fyrirtækisins og við Stillholt 23 á Akranesi er aðalstarfsemin, frábært og eina lífrænt vottaða kaffihúsið á landinu, verslun með umbúðalausar lífrænar vörur og svo er framleiðslueldhús þar sem framleiddar eru ýmsar lífrænar vörur sem hafa algjöra sérstöðu, s.s. byggmjólk, ýmsir latte-drykkir, frækex, vegan tertur, pestó, tómatsúpa og margt fleira.
Skýr stefna er einnig hjá fyrirtækinu að vera plastlaus, engin matarsóun(zero waste) og að viðskiptavinurinn fái að njóta þess ef hagstætt verð hjá birgjum

Karen og hennar fólk tók vel á móti stjórn NLFR og við hvetjum fólk á ferðinni til þess að koma við á Café Kaju og fá sér lífrænar frábærar veitingar og skoða um leið vöruúrvalið í umbúðalausu versluninni.
Hér má kynna sér frekar starfssemi Matarbúrs Kaju.

Úrval af lífrænum vörum Kaja organic
Þessi mikilvægu skilaboð um lífrænt vottaða fæðu prýða veggi verslunar Kaju

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands