Vel heppnuð kærleiks- og kyrrðarstund

Kærleiks- og kyrrðarstund Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) sem haldin var í Áskirkju fimmtudaginn 5.desember s.l. tókst með eindæmum vel og skapaðist þægileg og hugljúf stemming.

Mummi úr hljómsveitinni Klaufum og Sigrún Ása Þorvaldsdóttir spiluðu og sungu notalega tónlist fyrir viðstadda og komust margir í jólaskap við að hlusta á þeirra hugljúfu jólalög.
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ hélt jólahugvekju um „heilsuna um jólin“. Þar fór hann yfir mikilvægi þess að huga að litlu hlutunum um jóin og ekki gleyma okkur í neyslunhyggjunni.
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur var með fróðlegt og skemmtilegt erindi undir heitinu „Æviskeið Vatnajökuls og mannsbarns“. Ásamt því las hún valda kafla upp úr nýútkominni ljóðabók sinni „Dimmumót
Rúsínan í pylsuendanum  á þessu kyrrðarkvöldi var slökun með Guðrúnu Ástu Garðarsdóttur jógakennara og sjúkraliða á Heilsustofnun NLFÍ. Fóru því allir slakir heim og með kærleik í hjarta.

Þessar kyrrðarstundir NLFR eru kærkomnar  til að minnka jólastressið sem oft vill taka yfirhöndina hjá okkur í jólaundirbúningnum. Gestum þykir gott í koma þar sem kærleikur, kyrrð og ró er stemmning stundarinnar í góðu umhverfi.

Á myndinni hér að ofan má sjá þá sem komu fram, frá vinstri; Geir Gunnar Markússon, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Guðrún Ásta Garðarsdóttir og Mummi.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands