Vel heppnuð grasaferð

Grasaferð Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem fór fram í gær, tókst einstaklega vel. Góð þátttaka var í grasaferðinni og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur.

Hulda Sigurlína Þórðardóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri HNLFÍ leiddi hópinn og fræddi fólk um lækningajurtir sem finnast í  nágreinni HNLFÍ í Hveragerði. Miklar og skemmtilegar umræður sköpuðust um lækningajurtirnar og virkni þeirra.
Gengið var um hlíðar Reykjafjalls og gafst þátttekndum kostur á að týna þær jurtir sem heilluðu þá.

Að lokinni ferðinni snæddu þátttakendur saman mat í matsal HNLFÍ. Þeir sem það vildu gátu einnig skellt sér í sund á HNLFÍ.

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðinni, innilega fyrir skemmtilega ferð.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin