Sölvatínsla fyrir félagsmenn NLFR

Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur mun leiðbeina í ferðinni og, kenna áhugasömum að þekkja, tína og verka söl og annað fjörmeti.
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður, landsliðskokkur og lífskúnstner mun einnig fræða okkur um hvernig er hægt að nýta sjávarþang og fleira.

Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka. Gott er að taka vatnsbrúsa með. Súpa og brauð í boði Heilsustofnunar í Hveragerði.

Takmarkaður fjöldi kemst í þessa ferð, fólk verður að skrá sig en það má gera með tvennum hætti:
– Senda tölvupóst á nlfi@nlfi.is með nafni, kennitölu og símanúmeri
–  Hringja í formann félagsins í síma 8606525 (Ingi Þór)

Mæting við styttuna af Geirfuglinum við Valahnjúk á Reykjanesi kl. 10:45, þriðjudaginn 11. september.
Frítt fyrir félagsmenn.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands