Sölvaferð 13.ágúst

Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur, mun kenna áhugasömum að þekkja, tína og verka söl og annað skemmt fjörmeti.
Mæting er við styttuna af Geirfuglinum við Valahnjúk á Reykjanesi kl 12:30, mánudaginn 13. ágúst.
Þátttakendur þurfa að vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka, og að sjálfsögðu góða skapið 😀
Athugið að um stórgrýtta fjöru er að ræða og því betra að vera fótviss.

Þátttaka er opin öllum og ókeypis!

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands