Ný matreiðslubók í netsölu

Nýlega gaf Heilsustofnun NLFÍ út matreiðslubók sem Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður Heilsustofnunar tók saman. Í bókinni er fróðleikur um heilnæman mat og tæplega 90 uppskriftir af ýmsum réttum. Bókin inniheldur meðal annars borgara og buff, grænmetisrétti, súpur, hummus, brauð og kex, sýrt grænmeti og margt fleira. Allar uppskriftir í þessari bók eru vegan.

Nú er hægt að kaupa þessa bók í netsölu á vef Sölku. Hér má nálgast bókina.

Related posts

Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Hveragerðisbær stendur með Heilsustofnun NLFÍ