NLFÍ styrkir ræktun íslenska geitastofnsins

Náttúrulækningafélag Íslands hefur ákveðið að halda áfram að styrkja Jóhönnu á Háfelli í Hvítársíðu með ræktun hennar á íslensku landnámsgeitinni.

Ræktun þessa geitastofns er góð og nauðsynleg viðbót í íslenska landbúnaðarframleiðslu.
Hægt er að heimsækja Háafell og fá að líta á geiturnar og þeirra afkvæmi eða kaupa gómsætar afurðir af þeim. Sjá meira á www.geitur.is

Þessi fallega huðna á myndinn er hún Hansína, sem skírð var í höfuð eiginkonu Jónasar Kristjánssonar stofnanda NLFÍ.

Stjórn NLFí sendir Jóhönnu og hennar fólki bestu kveðjur.

Related posts

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó