NLFÍ fagnar nýjum lögum um rafrettur „veip“

Á nýloknu Alþingi Íslendinga var samþykkt á lokametrunum  nýtt frumvarp um notkun og aðgengi að rafrettum. Þetta frumvarp er því orðið að lögum þó gildistöku þeirra sé frestað til 1.mars 2019.
NLFÍ fagnar mjög þessum löngu tímabæru lögum, því með þeim verða svipaðar reglur um rafrettur og almennt um hefðbundið tóbak.
Lögin kveða á um að ekki megi selja börnum rafrettur, auglýsa rafrettur eða sýna fólk veipa í auglýsingaskyni. Þó má hafa vörurnar sýnilegar í sérverslunum. Það verða settar reglur um hámarksnikótín og einnig verður bannað að selja áfyllar með ýmsum aukaefnum s.s. koffíni eða vitamínum.

Þessi nýju lög eru svipuð og tóbaksvarnarlögin en því miður eru nýju lögin slakari gagnvart rafrettum er varðar það hvar má veipa. Þá má ekki veipa og reykja í opinberum stofunum, skólum, almenningsfarartækjum og heilbrigðisstofnunum. En samkvæmt nýju lögunum er föngum leyfilegt að nota rafrettur í klefum sínum og það er valfrjálst fyrir skemmtistaðaeigendur hvort þeir leyfi notkun rafetta.

Með þessum nýju lögum mun 0,9% af söluandvirði rafretta renna í lýðheilsusjóð til þess að standa straum af þeim kostnaði sem mun fara í að fræða almenning um rafrettur og notkun þeirra.

NLFÍ var með málþing um rafrettur fyrr á þessu ári því það er greinilegt hversu mikið börn og unglingar eru farnir að nota rafrettur. Rannsóknir hafa líka staðfest þetta og sýnir það sig að 10% tíundubekkinga nota rafrettur DAGLEGA. Þarna er því ekki um einstaklinga sem eru að nota þetta til að hætta tókabsreykingum, en það er einmitt helsti kostur rafretta, þ.e.a.s. þær eru skárri kostur heilsulega séð en tóbaksreykingar.
Þessi nýju lög eru því mjög mikilvæg til þess að tryggja vernd barna og unglinga með því að sporna við mikilli notkun þeirra á rafrettum. Til þess að snúa við þessari þróun þarf m.a. að hafa lagarammann umn notkun rafretta  eins stangan og hægt.

Heimildir:
http://www.althingi.is/thingstorf/listar-yfir-mal-a-yfirstandandi-thingi/samantektir-um-thingmal/?ltg=148&mnr=202
https://www.frettabladid.is/frettir/satt-riki-um-nsamykkt-rafrettufrumvarp
http://www.ruv.is/frett/jakvaed-i-gard-rafrettulaganna
http://www.ruv.is/frett/um-10-tiundubekkinga-segjast-veipa-daglega

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands