Myndir af matreiðslunámskeiði NLFR – Grænmetisfæði

Námskeiðið „Grænmetisfæði – Fjölbreyttara en flesta grunar var haldið í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur miðvikudaginn 13.apríl síðastliðinn.
Mikil aðsókn var á námskeiðið og seldist það upp á skömmum tíma og von er á öðru svona námskeiði sem fyrst.

Kennari var Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og kenndi hún nýjar og spennandi aðferðir með grænmetis-, hráfæðis- og veganmatreiðslu.
Þátttakendur tóku virkan þátt í matseldinni og í lok námskeiðsins var veisluborð þar sem kostur gafst á að gæða sér á öllum girnilegu grænmetisréttunum.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá námskeiðinu. Fleir myndir má finna á facebooksíðu NLFLÍ


Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari að galdra fram lystilega góðan mat.


Mikil og góð þátttaka var á námskeiðinu og allir fengu að spreyta sig í að útbúa girnilega grænmetisrétti.


Gott handbragð hér við gerð grænmetisbol

.
Hlaðborð af grænmetisréttum að loknu námskeiði.


Þátttakendurnir dáðst að veigunum.


Verði ykkur að góðu.

Related posts

Skjáfíkn – Málþing nóvember 2024

Skjáfíkn – Málþing

Vel heppnuð matþörungaferð