Ferðin verður í hlíðum Reykjafells í göngufæri frá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fimmtudaginn 4. júlí.
Týndar verða fjölbreyttar jurtir í te, krydd og matargerð.
Leiðbeinandi: Hulda Sigurlína Þórðardóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri HNLFÍ.
Mæting kl. 16:15 við aðalinngang HNLFÍ.
Brottför kl. 16:30.
Áætlað að koma til baka um kl. 18:30.
Takmarkaður fjöldi, frítt fyrir félagsmenn.
Þátttakendum gefst kostur á að snæða kvöldverð í matsal HNLFÍ, baðhúsið er opið til kl. 20:00.
Skráning í tölvupósti á nlfi@nlfi.is eða í síma: 552-8191