Kjarnalundur – Draumur um heilsulind


Aðdragandi og bygging Kjarnalundar

Inngangur
Náttúrlækningafélag Akureyrar var stofnað 27. ágúst 1944, sem deild úr Náttúrulækningafélagi 
Íslands og heldur því upp á 70 ára afmæli sitt í dag.

Jónas Kristjánsson, læknir, forseti NLFÍ og Björn L. Jónsson, veðurfræðingur og varaforseti félagsins mættu á stofnfundinn fyrir tilmæli manna á Akureyri, þar mun Sigurður Líndal Pálsson, menntaskólakennari, hafa verið forgöngumaður. Á framhaldsstofnfundi sem haldinn var mánuði síðar var Sigurður kosinn formaður félagsins, talaði hann þar um ástæðum þess að hann gekkst fyrir stofnun félagsins ,,Taldi hann einkum það að útvega hingað hollari fæðutegundir og sérstaklega ódýrara grænmeti‘‘segir í fundargerð.

Síðar keypti félagið kornmölunarvél og kom á fót brauðgerð og verslun með lifandi fæðu, eins og það var orðað í auglýsingu. Fyrstu árin lagði félagið NLFÍ lið við fjáröflun til að byggja upp heilsuhælið í Hvergerði, eins og það hét þá og tók til starfa árið 1955.

En litla félagið á Akureyri átti sér draum – drauminn um heilsulind á Norðurlandi í anda Heilsuhælisins í Hvergerði. Það var á aðalfundi NLFA 26. nóvember 1970, sem sem fyrsta samþykkt um stofnun heilsuhælis á Norðurlandi var gerð. Anna Oddsdóttir þáverandi gjaldkeri opnaði opinbera umræðu um hugmyndina í blaðagrein í febrúar 1971. 24. mars sama ár ritaði Laufey Tryggvadóttir, formaður NLFA, aðra grein í dagblaðið Dag þar sem hún þakkaði Önnu fyrir greinarskrifin og gerði síðan grein fyrirreynslu sinni af dvöl á Heilshælinu í Hveragerði, lýsti yfir áhyggjum af óhollu mataræði, gosdrykkjaþambi og hreyfingarleysi fólks. Vildi hún með þessari grein ,,minna á þörfina í sambandi við þá hugsjón, sem að baki nátturlækningastefnunni stendur, að efla heilbrigði karla og kvenna‘‘ Skoraði hún síðan á alla velunnara stefnunnar að bindast samtökum til að hrinda af stað byggingu hressingarhælis á Norðurlandi.

Í kjölfar þessara greinaskrifa fór af stað almenn umræða um hugmyndina, staðsetningu hælisins o.fl. Í júlí sama ár barst svo fyrsta peningagjöfin 100.000 kr. Nú fór að streyma fé frá einstaklingum, félögum, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum, margar mjög rausnarlegar. Samband norlenskra kvenna var öflugur styktaraðili, kvenfélögin á svæðinu söfnuðu fé og gáfu muni í happdrætti. Sumarið 1972 var stjórn NLFA boðið til hátíðar sem sambandið hélt á Húsavík. Þar flutti Laufey erindi um náttúrlækningastefnuna og hvað aðhafst hafði verið til að hrinda hælisbygginunni í framkvæmd. Sagði hún m.a.: ,,Um allangt árabil hefur starfað félag sem ber nafnð Náttúrlækningafélag Akureyrar. Markmið félagsins var að starfa í anda Jónasar Kristjánssonar, læknis, brautryðjanda að hollari lífsháttum en almennt gerðist. Fólst það meðal annars í því að breyta mataræði fólks á þann veg að hallast meira að notkun grænmetis, hvers konar ávaxta, hýðisbrauðs og allskonar bauna, en sneyða hjá sykri, hvítu hveiti, kjöti og fiski, iðka sund og gönguferðir og útiveru margskonar. […..] Fólki fór smátt og smátt að skiljast að þessi lífsvenjubreyting ætti nokkukrn rétt á sér og mynduð voru félög í Reykjavík og Akureyri um þessa hugsjón.‘‘

Hér fyrir neðan er samantekt Jóns Kristinssonar um aðdraganda og framkvæmd byggingar Kjarnalundar. Jón starfaði með félaginu í áraraðir og var ötull stuðningmaður bygginar Kjarnalundar. Ég hef stytt frásögna og lagfært málfar, stafsetningu, tilvitnanir o.fl. en læt frásögnina að öðru leyti halda sér.

Frásögn Jóns er byggð á fundargerðum NLFA, þremur böðum sem gefin voru út í fjáröflunarskyni fyrir bygginguna og Heilsuvernd, blaði sem NLFÍ gaf út um árabil, og fjallaði um byggingu Kjarnalundar. Tilvitnaðir mínar í ræðu Laufeyjar á Húsavíkurfundinum var fengin úr gögnum Laufeyjar sem hún lét Jóni í té.

Gert í ágúst 2014

Sigrún Daðadóttir
formaður NLFA

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands