Kærleiks- og kyrrðarstund Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) sem haldin var í safnaðarheimili Laugarneskirkju 12.desember s.l. tókst með eindæmum vel og skapaðist þægileg og hugljúf stemming.
Dagskráin hófst á því að Ingi Þór Jónsson, formaður NLFR var með ávarp um jólin og kærleika. Að því loknu hélt Sigurður Skúlason leikari hugljúfa hugleiðingu í tilefni aðventunnar.
Til þess að ná jólastressinu úr fólki bauð Birgitta Sveinbjörnsdóttir upp á jóga nidra slökun, sem mældist mjög vel fyrir og jógað er klárlega eitthvað til að vinna á móti öllu stressinu í desember.
Rúsínan í pylsuendanum var fallegur og hugljúfur píanóleikur Baldvins Snæs Hlynssonar.
Gestir voru að lokum leystir út með smá glaðningi frá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Allir fóru glaðir út í nóttina með heiðskýran himinn, tunglið fullt og jólhátíð í nánd
Þessar kyrrðarstundir NLFR eru kærkomnar til að minnka jólastressið sem oft vill taka yfirhöndina hjá okkur í jólaundirbúningnum. Gestum þykir gott í koma þar sem kærleikur, kyrrð og ró er stemmning stundarinnar í góðu umhverfi.
Stjórn NLFR sendir bestu óskir til félagsmanna sinna um kærleiksríka jólahátíð og gæfuríkt komandi ár. Þökkum innilega stuðning og samveru liðinna ára.