Gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson hlýtur styrk

Á stjórnarfundi Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga (KS) sem haldinn var 8. desember s.l. var ákveðið að veita Náttúrulækningafélagi Íslands styrk til gerðar heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni.

Þann 19. desember fór úthlutun fram í húsnæði KS á Sauðárkróki. Auk NLFÍ hlutu 28 aðilar á sviði lista og menningar styrk úr menningarsjóðnum. Þeir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina. NLFÍ hlaut styrk að upphæð 400 þúsund krónur.

Samningur um gerð heimildarmyndarinnar var undirritaður á 80 ára afmæli NLFÍ á Sauðárkróki í sumar. Hinir reyndu og kvikmyndagerðarmenn Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson munu sjá um gerð þessarar myndar sem verður að veruleika á næsta ári.
Það mikilvægt að komandi kynslóðir kynnist því starfi sem Jónas Kristjánsson læknir stóð að og er þessi heimildarmynd því mikilvægt innlegg í þjóðarheimildir Íslendinga.

Kostnaður við gerð þessarar heimildarmyndar er mikill og þakkar Náttúrulækningafélag Íslands Kaupfélagi Skagfirðinga kærlega fyrir þennan veglega styrk sem mun nýtast mjög vel.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands