Fréttabréf NLFR

Félagsskírteini og nýjir afsláttaraðilar
Félagsskírteinið sem gefið var út árið 2017 gildir til 1. júlí 2019 og fá eingöngu nýjir félagsmenn NLFR nýtt skírteini sent í pósti. Félagsgjaldið verður óbreytt til ársins 2019 og verður innheimt á næstu vikum.
Þeir félagsmenn sem eru ekki með netbanka, vinsamlega leggið árgjaldið inn á reikning 0301-26-1491, kt.480269-6759.
Stjórn NLFR þakkar félagsfólki sínu góðar heimtur árgjalda og þá ekki síst þeim fjölmörgu gjaldfríu ævifélögum, 70 ára og eldri sem greitt hafa og þannig stutt starf félagsins.

Rafræn skilaboð
Stjórn NLFR hefur lagt áherslu á að fækka hefðbundnum bréfpósti og senda frekar tölvupóst til félagsmanna. Félagsmenn sem eru ekki að fá tölvupóst en eru með netfang mega gjarnan senda okkur upplýsingar í nlfi@nlfi.is

Fréttir frá Heilsustofnun
Við minnum á að Matstofa Jónasar er opinn öllum alla daga vikunnar í hádegi og kvöldverð.
Á haustdögum verður ráðist í endurbætur á gistiálmunni Demantsströnd og má búast við að það taki allt að tvo mánuði. Starfsemin verður eftir sem áður óbreytt þó að aðeins færri verði í húsi á þessu tímabili.
Ýmis spennandi námskeið í boði fyrir félagsmenn
• Námskeið og fræðsla og námskeið með Ásdísi Rögnu grasalækni í september
• Sölvatínsla í ágúst
• Námskeið í súrdeigsbrauðgerð í október
• Matreiðslunámskeið í nóvember
Nánari upplýsingar um dagsetningar og skráningu verða kynntar í tölvupósti til félagsmanna, á facebook og á heimasíðunni nlfi.is.

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1.júlí – 15.ágúst.

Með kveðju og ósk um hlýtt og gott sumar
Stjórn NLFR

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands

1 Ummæli

Elín 6. júlí, 2018 - 20:04

Gott væri að fá nöfn á nýjum afsláttaraðilum. kkv

Comments are closed.

Add Comment